Inngangur að LaTeX
Author:
Guðný Halldórsdóttir
Last Updated:
5 years ago
License:
Creative Commons CC BY 4.0
Abstract:
Innangur að LaTeX fyrir nýgræðinga.
\begin
Discover why 18 million people worldwide trust Overleaf with their work.
Innangur að LaTeX fyrir nýgræðinga.
\begin
Discover why 18 million people worldwide trust Overleaf with their work.
% Allar línur sem byrja á prósentumerki (%) eru athugasemdir og eru ekki lesnar þegar kóðinn er keyrður
% Þessi fyrsti hluti heitir preamble og kemur áður en skjalið sjálft byrjar.
% Það skilgreinir útlit skjalsins og hleður inn nytsamlegum pökkum.
% Til að búa til ykkar eigið skjal getið þið afritað þetta preamble inn í tómt overleaf-skjal.
% stærð á blaði
\documentclass[a4paper, 12pt]{article}
% hér er hægt að stilla spássíur
\usepackage[a4paper,top=3cm,bottom=2cm,left=3cm,right=3cm,marginparwidth=1.75cm]{geometry}
% til þess að íslenska virki vel
\usepackage[icelandic]{babel}
\usepackage[utf8x]{inputenc}
\usepackage[T1]{fontenc}
% fyrir myndir
\usepackage{float}
\usepackage{graphicx}
\usepackage{caption}
\usepackage{wrapfig}
% til að setja hlekki (linka)
\usepackage[colorlinks=False]{hyperref}
\usepackage{amsmath, amsfonts, amssymb} % stærðfræðitákn
\usepackage{color} % til að geta litað texta
\usepackage{enumitem} % fyrir lista og upptalningar
\usepackage{minted} % til að geta sett in kóða
\author{Fyrir nýgræðinga} %
\title{Inngangur að \LaTeX }
\date{\today} % líka hægt að setja tiltekna dagsetningu: \date{24. október 2018}
%%%%%%%%% HÉR BYRJAR SKJALIÐ SJÁLFT %%%%%%%%%%%%
\begin{document}
\maketitle % býr til haus með titli, höfundi og dagsetningu
\section{Inngangur}
Það er ekkert mál að gera \LaTeX{}skjal í Overleaf!
\href{https://www.overleaf.com/read/dcbdzkztqyqj}{Hér} er hlekkur á tóm heimadæmi sem þið getið nýtt ykkur.
\LaTeX{} virkar með því að keyra skrá sem verður að skjalinu sem við erum að búa til. Þá þarf sérstakar skipanir eins og t.d. \verb|\textbf{}| til að \textbf{feitletra} eða \verb|\textcolor{red/blue/green/...}{}| til að lita texta \textcolor{red}{rauðan} eða \textcolor{green}{grænan}. Fyrir flóknari skipanir þarf stundum að lesa inn \textit{pakka} með \verb|\usepackage{}| efst í skjalinu. Skráin er keyrð með Cmd+Enter // Ctrl+Enter eða með því að ýta á Recompile.
Nýja línu gerum við með \verb|\\| eða með því að skilja eftir auða línu. Ný lína er sjálfkrafa inndregin, en það er hægt að komast hjá því með \verb|\noindent|.
\noindent Hér á eftir koma helstu skipanirnar sem þið þurfið til að gera næstum hvað sem er!
\section{Nokkur dæmi}
\LaTeX{} er sérstaklega þróað með það í huga að það sé auðvelt að halda utan um talningar á köflum, töflum og myndum. Við notum \verb|\section{}| og \verb|\subsection{}| til þess að byrja nýja kafla og undirkafla og \LaTeX{} sér um að númera allt rétt.
Til að sleppa við númerin þá er hægt að setja stjörnu \verb|\section*{}| eða \verb|\subsection*{}| og \LaTeX{} tekur kaflann ekki með í talninguna.
\subsection{Myndir}
\begin{wrapfigure}{r}{5cm} %setur myndina hægra megin (r) og tekur frá 5 cm
\includegraphics[width=4.5cm]{leidbein.png}
\end{wrapfigure}
Þegar við setjum inn myndir vill \LaTeX{} setja hana þar sem hentar best í skjalinu, yfirleitt efst eða neðst á síðu, eins og merki Háskólans. Ef við viljum að textinn flæði utan um myndina er hægt að nota pakkann \verb|\usepackage{wrapfig}| og skipanirnar \verb|\begin{wrapfigure}| og \verb|\end{wrapfigure}|.
Til að bæta við myndum í skjöl á Overleaf þarf að hlaða þeim upp með því að ýta á new file efst til vinstri.
\begin{figure}
\centering
\includegraphics[width=0.3\textwidth]{HIlogo.pdf}
\caption{\label{mynd:HIlogo}Þetta er merki Háskóla Íslands}
\end{figure}
Það er hægt að þvinga myndina til að vera einmitt þar sem hún kemur fyrir í \TeX -inu, eins og gert verður við töflu hér á eftir.
\subsection{Stærðfræðitákn}
Að setja upp skjöl í \LaTeX{} getur virst flókið til að byrja með, en kostirnir fram yfir aðra ritla koma ljóst fram þegar setja á upp formúlur eða nota önnur tákn. Það er bæði hægt að setja formúlur inn í miðja línu: $2x^2-x+\frac{1}{16}=0$, eða í sér línu, ef stæðurnar eru fyrirferðarmeiri: $$ x = \frac{-b\pm\sqrt{b^2-4ac}}{2a} $$
Það er líka hægt að bæta við númerum á jöfnur með \verb|\begin{equation}| og \verb|\end{equation}|. \verb|\\| er notað til að skipta útreikningunum í línur og \verb|&| til að raða línunum eins og við viljum:
\begin{equation}
\label{jafna:launsnarjafna} % merkimiði til þess að hægt sé að vísa í jöfnuna síðar.
\begin{aligned}
x&= \frac{-b\pm\sqrt{b^2-4ac}}{2a} \\
&= \frac{-(-1)\pm \sqrt{(-1)^2-4\cdot 2 \cdot \frac{1}{16}}}{2\cdot 2} \\
&= \frac{1\pm\sqrt{\frac{8}{16}}}{4} \\
&= \frac{1\pm \sqrt{\frac{1}{2}}}{4} \\
&=
\begin{cases}
0.42677 \\
0.07322
\end{cases}
\end{aligned}
\end{equation}
Það er fljótlegt að skrifa önnur tákn, t.d. gríska stafi og örvar: $\alpha$, $\beta$, $\rightarrow$ og $\leftarrow$.
$$ \frac{1}{2}\int_\alpha^\beta (\sqrt{x}+\cos(x))^2dx $$
$$\vec{\nabla}\cdot \vec{F}= \frac{\partial F_1}{\partial x}+\frac{\partial F_2}{\partial y}+\frac{\partial F_3}{\partial z}$$
\subsection{Töflur}
Töflur geta virst mikið maus.
\begin{table}[H] % H-ið þvingar töfluna til vera þar sem við skrifum hana inn í \TeX-ið
\centering
\begin{tabular}{c|r} % c lætur orðin í dálknum vera miðjusett (centered), r til hægri og l til vinstri
Ár & Fjöldi nýnema \\ \hline
2016 & 3.158 \\
2017 & 2.934
\end{tabular}
\caption{\label{tafla:nynemar}Dæmigerð tafla.} % takið eftir merkimiðanum \label{}
\end{table}
Það er hægt að nota síðuna \href{https://www.tablesgenerator.com}{tablesgenerator.com}, sem smíðar töflur eins og við viljum hafa þær.
\subsection{Listar og upptalningar}
Listar eru settir upp svona:
\begin{enumerate}
\item atriði 1
\begin{enumerate}
\item nánar um atriði 1
\item og enn meira
\end{enumerate}
\item atriði 2
\item atriði 3
\end{enumerate}
Upptalningar eru settar upp svona:
\begin{itemize}
\item atriði
\item atriði
\begin{itemize}
\item meira
\item enn meira
\end{itemize}
\item atriði
\end{itemize}
Það er líka hægt að fikta með að blanda saman \verb|itemize| og \verb|enumerate|.
%Með einföldu gúggli er hægt að finna hvernig er hægt að stilla smáatriðin í upptalningum eða listum.
\subsection{Tilvísanir}
Það er hægt að vísa í jöfnu \ref{jafna:launsnarjafna} og upp kemur númer jöfnunnar í skjalinu. Það þarf því ekki að hafa áhyggjur af því þó við bætum við fleiri og fleiri jöfnum í skjalið, \LaTeX veit alltaf við hvaða jöfnu við eigum.
Það er líka hægt að vísa í myndir \ref{mynd:HIlogo} eða töflur \ref{tafla:nynemar}.
Að setja inn hlekk er álíka lítið mál: \href{http://edbook.hi.is/undirbuningur_stae/}{sjá rafbók}
\section*{Fleira}
Ef það er eitthvað sem ykkur langar að gera í \LaTeX{} sem ekki er talið upp hér þá er langfljótlegast að gúggla það. Síður eins og \href{https://www.sharelatex.com/learn}{ShareLaTeX} og \href{https://tex.stackexchange.com}{Stackexchange} eru bestu vinir allra sem vinna í \LaTeX{}, en þar er að finna ótalmörg svör við allskonar spurningum.
Þið eruð ábyggilega ekki þau fyrstu sem lenda í þeim vandræðunum sem þið eruð í!
\end{document}
%%%%%%%%% hér endar skjalið %%%%%%%%%%%%